Chelsea er að fá gríðarlegan liðsstyrk á bakvið tjöldin og er að semja við mann að nafni Christoph Freund.
Freund mun vinna sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea og kemur til liðsins frá Salzburg.
Hann hefur unnið fyrir RB Salzburg í Austurríki undanfarin ár og er maðurinn á bakvið mörg frábær kaup.
Freund tryggði Salzburg leikmenn á borð við Erling Haaland, Sadio Mane og Dayot Upamecano.
Þessir leikmenn hófu allir drauminn hjá Salzburg áður en þeir sömdu við enn stærri félög í Evrópu.
Excl: Chelsea are now set to reach agreement on personal terms with Christoph Freund as new director. Talks on with Salzburg to get it signed soon 🚨🔵 #CFC
Freund, man behind top deals like Haaland, Mané, Keita, Upamecano — ideas, data, talents. He’ll work together with Potter. pic.twitter.com/Kb2mfOnFFM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 18, 2022