Lið eins og Arsenal og Liverpool gátu samið við Erling Haaland á sínum tíma er hann spilaði með Molde í Noregi.
Frá þessu greinir John Vik en hann er fyrrum njósnari hjá Molde og sá Haaland verða að þeim leikmanni sem hann er í dag.
Haaland spilar með Manchester City á Englandi eftir að hafa komið frá Dortmund í sumar og hefur byrjað feril sinn stórkostlega í nýju landi.
,,Liverpool gat fengið hann, Arsenal gat fengið hann,“ sagði Vik í samtali við the Athletic.
,,Það voru allir þarna til að horfa á hann spila en þessi félög sáu níu sem var stór og hugsuðu að hann yrði ‘target’ framherji.“
,,Ég gat ekki skilið af hverju þeir horfðu á hann svona,“ bætti Vik við og segir einnig að félög sjái verulega eftir þessari ákvörðun í dag.