Hasan Salihamidzic, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur staðfest það að félagið hafi ekki reynt við Harry Kane í sumar.
Kane var um tíma orðaður við Bayern sem missti Robert Lewandowski til Barcelona í sumarglugganum.
Það kom þó aldrei til greina fyrir Bayern að semja við Kane sem er einn allra besti sóknarmaður heims og leikur með Tottenham.
,,Ég hef ekki rætt við neinn á vegum Harry Kane,“ sagði Salihamidzic í samtali við Sport1.
,,Við höfum trú á okkar leikmönnum, Serge Gnabry, Sadio Mane, Eric Maxim Choupo Moting og líka Mathys Tel.“
,,Þetta eru leikmenn sem geta þroskast inn í stöðurnar. Við erum með átta leikmenn fyrir fjórar stöður. Við fundum engan betri en þá sem við erum með.“