fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Kom aldrei til greina að semja við Kane í sumar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 21:11

Kane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hasan Salihamidzic, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur staðfest það að félagið hafi ekki reynt við Harry Kane í sumar.

Kane var um tíma orðaður við Bayern sem missti Robert Lewandowski til Barcelona í sumarglugganum.

Það kom þó aldrei til greina fyrir Bayern að semja við Kane sem er einn allra besti sóknarmaður heims og leikur með Tottenham.

,,Ég hef ekki rætt við neinn á vegum Harry Kane,“ sagði Salihamidzic í samtali við Sport1.

,,Við höfum trú á okkar leikmönnum, Serge Gnabry, Sadio Mane, Eric Maxim Choupo Moting og líka Mathys Tel.“

,,Þetta eru leikmenn sem geta þroskast inn í stöðurnar. Við erum með átta leikmenn fyrir fjórar stöður. Við fundum engan betri en þá sem við erum með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði