Lothar Matthaus, goðsögn Þýskalands, íhugaði aldrei að selja treyju sem hann fékk frá Diego Maradona á HM árið 1986.
Mathaus segir sjálfur frá þessu í samtali við Daily Mail en önnur treyja sem var í eigu Maradona á þessu móti var seld fyrir sjö milljónir punda.
Steve Hodge komst í fréttirnar í maí á þessu ári eftir að hafa selt treyju Maradona sem í nóvember árið 2020. Hann er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar.
Mathaus ákvað þess í stað að gefa treyjuna til Argentínu en hefði klárlega getað grætt verulega ef ákvörðunin væri að selja.
,,Á 36 árum þá hugsaði ég aldrei að ég vildi fá pening fyrir þessa treyju. Það var glaðningur að gefa hana til baka til argentínska fólksins,“ sagði Matthaus.
,,Diego er Guð í Argentínu og þess vegna var mjög sérstakt að geta gefið þeim treyjuna.“