Lið Everton ætlar að gera allt til að halda leikmanninum efnilega Anthony Gordon sem var orðaður burt í sumar.
Chelsea sýndi Gordon mikinn áhuga í sumarglugganum en Everton vildi fá 60 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.
Það var upphæð sem Chelsea vildi ekki borga og var mest reiðubúið að greiða 40 milljónir fyrir leikmanninn.
Samkvæmt enskum miðlum er Everton að bjóða Gordon nýjan samning þar sem hann mun fá sex sinnum hærri laun en hann er með í dag.
Gordon fær 10 þúsund pund á viku hjá Everton og ef hann skrifar undir munu þessi laun hækka upp í 60 þúsund pund.