fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Steinhissa á risafréttunum í vikunni – Fjaðrafok í kringum sambandið

433
Laugardaginn 17. september 2022 20:00

MYND/GETTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Bragi Sveinsson leikmaður Fylkis og Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK komu í settið hjá Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum.

Ein af stærstu fréttum vikunnar var að Heimir Hallgrímsson tók við landsliði Jamaíka. „Þetta var kúvending. Maður hélt að maður væri að fara mæta honum á næsta ári. ég held að þetta sé mjög spennandi verkefni. Maður var að rúlla yfir leikmannalistann og það eru miklu betri leikmenn en maður gerði sér grein fyrir.

Hann er líka að taka gott lið með sér. Fljúga með Helga Kolviðs og Gumma Hreiðars til Jamaíka sem er ekkert nema flott.“

Benedikt Bóas benti á að það væri drama í kringum liðið þessa stundina og Heimir væri að fara í ákveðinn suðupott. „Þeir eru betri en maður gerði sér grein fyrir. Þetta virkar spennandi hópur og hann er fljótur að kippa teyminu sínu með sér. Ég skil vel að hann taki þetta. Þetta er ævintýri og spennandi og jafnvel skemmtilegt,“ sagði Ómar.

Ragnar Bragi sá viðtal við blaðamann frá Jamaíka um fótboltann sem Heimir vildi spila. „Þeir voru spenntir. Ég veit ekki alveg hvort þeir hafi skoðað alla leiki Íslands undir stjórn Heimis. En það er stutt í velgengi og með þessa leikmenn þá held ég að hann sé kominn á þann stað að vilja þjálfa landslið. Kannski fannst honum ekkert spennandi að vera á Íslandi, ekki vantar honum pening. En ég held að hann vilji bara vera í landsliðsgeiranum, hann sé kominn á þann stað.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
Hide picture