Newcastle 1 – 1 Bournemouth
0-1 Philip Billing(’62)
1-1 Alexander Isak(’67, víti)
Alexander Isak sá um að tryggja Newcastle stig í ensku úrvalsdeildinni í dag í annarri viðureign laugardags.
Isak hefur byrjað feril sinn vel hjá Newcastle og skoraði eina mark liðsins í dag á heimavelli gegn Bournemouth.
Philip Billing hafði komið Bournemouth yfir á 62. mínútu en Isak jafnaði metin fimm mínútum síðar úr vítaspyrnu.
Bournemouth var að fá sitt áttunda stig í deildinni og er með jafn mörg stig og Newcastle eftir sjö leiki.