Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, útilokar það ekki að taka við liði Bournemouth sem er án stjóra þessa stundina.
Gary O’Neil þjálfar Bournemouth þessa stundina en Scott Parker var rekinn fyrr á tímabilinu eftir erfiða byrjun.
Dyche náði frábærum árangri sem stjóri Burnley á sínum tíma og er opinn fyrir því að ræða við ný félög í dag.
,,Ég er ekki að reyna að koma neinu í gegn. Ég er orðaður við þessar stöður en það er því ég er laus. Ég er nýlega orðinn atvinnulaus eftir mörg góð ár hjá félagi sem ég náði að halda í efstu deild,“ sagði Dyche og átti þar við Burnley.
,,Svo það eru líkur á að ég verði orðaður við störf. Ekki öll störf en svona virkar leikurinn. Ég var orðaður við störf þegar ég var bundinn annars staðar.“
,,Það er ekkert sem ég myndi ekki skoða.“