Fyrr í vikunni var greint frá því að Liverpool ætlaði að losa miðjumanninn Arthur strax í janúar.
Arthur kom aðeins til Liverpool í sumar frá Juventus og skrifaði undir lánssamning út tímabilið.
Til þessa hefur Arthur aðeins tekið þátt í einum leik enska liðsins og verður væntanlega enginn lykilmaður í vetur.
Tuttomercato greindi frá því að Liverpool væri að skoða þann möguleika að losa Arthur sem fyrst en það er ekki rétt miðað við frétt Liverpool Echo.
Echo segir að það sé bull að Arthur sé á förum frá enska félaginu í janúar og mun hann fá sitt tækifæri til að sanna sig á Anfield.
Arthur hefur aðeins spilað með Liverpool í tvær vikur og hefur ekki byrjað leik síðan í maí er Juventus tapaði 2-1 gegn Genoa.