fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Besta deildin: Blikar með átta stiga forskot fyrir úrslitakeppnina – 12 mörk skoruð í einum leik

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. september 2022 15:59

Jason Daði. Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er með átta stiga forskot í Bestu deild karla þegar venjulegri deildarkeppni er lokið en 22. umferð var spiluð í dag.

Alls verða 27 leikir spilaðir en sérstök úrslitakeppni er framundan þar sem deildinni verður skipt í tvo hluta. Neðstu sex lið deildarinnar munu spila innbyrðis sem og efstu sex.

Blikar unni lið ÍBV sannfærandi á heimavelli í dag þar sem Jason Daði Svanþórsson skoraði tvennu.

Víkingur Reykjavík missteig sig á sama stíma gegn KR en þeim leik lauk 2-2 þar sem KR jafnaði metin í uppbótartíma.

Mesta spennan er mögulega á botninum en ÍA er ekki í góðri stöðu eftir 2-1 tap heima gegn Leikni Reykjavík.

ÍA er með 15 stig á botninum og er fimm stigum frá öruggu sæti þar sem Leiknismenn sitja. FH er einnig í fallsæti eftir tap gegn Stjörnunni.

Fjörugasti leikur dagsins var þó viðureign Fram og Keflavíkur þar sem heil tólf mörk voru skoruð er Keflavík hafði betur, 8-4.

Breiðablik 3 – 0 ÍBV
1-0 Jason Daði Svanþórsson(’47)
2-0 Dagur Dan Þórhallsson(’65)
3-0 Jason Daði Svanþórsson(’68)

Víkingur R. 2 – 2 KR
1-0 Ari Sigurpálsson(’43)
2-0 Erlingur Agnarsson(’54)
2-1 Ægir Jarl Jónasson(’74)
2-2 Arnór Sveinn Aðalsteinsson(’92)

Valur 0 – 1 KA
0-1 Jakob Snær Árnason(’75)

Fram 4 – 8 Keflavík
0-1 Joey Gibbs(‘9)
1-1 Alex Freyr Elísson(’13)
2-1 Guðmundur Magnússon(’17)
2-2 Magnús Þór Magnússon(’35)
2-3 Kian Williams(’36)
3-3 Jannik Pohl(’40)
3-4 Dagur Ingi Valsson(’42)
3-5 Ernir Bjarnason(’57)
3-6 Kian Williams(’75)
4-6 Jannik Pohl(’79)
4-7 Adam Árni Róbertsson(’89)
4-8 Adam Ægir Pálsson(’94)

Stjarnan 2 – 1 FH
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson(‘4)
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson(’20)
2-1 Ísak Andri Sigurgeirsson(’40)

ÍA 1 – 2 Leiknir R.
1-0 Eyþór Aron Wöhler(’40)
1-1 Tobias Stagaard(’55, sjálfsmark)
1-2 Viktor Jónsson(’88, sjálfsmark)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði