Alexandre Lacazette þarf að fara í smávægilega aðgerð á raddböndum. Hann mun gangast undir hana nú þegar fyrsta landsleikjahlé tímabilsins gengur í garð.
Rödd framherjans vakti mikla athygli á dögunum eftir leik Lyon gegn Monaco. Hann hljómaði ekki eins og venjulega.
Alexandre Lacazette loses his voice in a major way post-match. No helium balloons were used in the making of this interview. (APV) pic.twitter.com/n8CJxfJMRu
— Get French Football News (@GFFN) September 11, 2022
Myndbandið þótti fyndið en Lacazette þarf hins vegar að fara í aðgerð.
Lacazette hefur verið í miklum sársauka það sem af er tímabili með Lyon. Hann ákvað hins vegar að bíða eftir fyrsta landsleikjahléi tímabilsins áður en hann fór í aðgerð.