Gavi, gríðarlega spennandi 18 ára gamall leikmaður Barcelona, skrifaði á dögunum undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Aðdáendur fengu tækifæri til að taka af sér mynd með honum og fá eiginhandaráritun.
Samningur Gavi átti að renna út næsta sumar en hann hefur nú verið endurnýjaður. Laun hans verða hækkuð en ekki kemur fram hversu umfangsmikil sú hækkun er. Þá er klásúla í samningi hans upp á einn milljarð evra.
Gavi braut sér leið inn í aðallið Börsunga í fyrra. Félagið hefur lagt mikið kapp á að endursemja við hann.
Spánverjinn ungi hefur spilað alla leiki Barcelona það sem af er leiktíðinni.
Einn aðdáandi sem fékk mynd og eiginhandaráritun frá Gavi virtist spenntari fyrir leikmanninum en aðrir. Það var stelpa nokkur sem gaf honum númerið sitt í leiðinni. Gavi tók við því.
Gavi secured the digits 📲😂 pic.twitter.com/mS5m3gycvP
— 101 Great Goals (@101greatgoals) September 16, 2022