Paulo Maldini, yfirmaður knattspyrnumála AC Milan, hefur staðfest það að Chelsea hafi reynt við Rafael Leao í sumar.
Leao er einn allra besti leikmaður Milan og var orðaður við Chelsea þegar stutt var eftir af sumarglugganum.
Samningur Leao rennur út eftir tvö ár en Milan gerir allt þessa dagana til að fá hann til að skrifa undir framlengingu.
Chelsea skoðaði það að fá Leao í sumar áður en félagið samdi við Pierre Emerick Aubameyang.
,,Að framlengja við hann er mál sem kom upp fyrir mörgum mánuðum. Rafa veit að til að verða betri leikmaður þá þarf hann að vera hér áfram,“ sagði Maldini.
,,Við fengum ekkert skriflegt tilboð frá Chelsea en það var spurst fyrir um hann. Auðvitað var þeirri beiðni hafnað.“