Það er engin myndbandsdómgæsla í neðri deildum Serbíu, ekki frekar en í íslensku deildunum.
Dómari þar í landi dó þó ekki ráðalaus til að komast að niðurstöðu í vafaatviki í leik í Serbíu. Hann hafði dæmt mark annars liðsins af.
Hann fór einfaldlega að áhorfendapöllunum og horfði á atvikið í síma manns sem þar var staddur.
Það fór svo að dómarinn breytti dóm sínum og gaf markið.
Þetta skondna atvik má sjá hér að neðan.
🇷🇸 A Sunday League referee in Serbia went to 'VAR’ on a fan's phone. 😂
— Sunday League Footy (@SundayChants) September 16, 2022