Gavi, leikmaður Barcelona, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2026.
Þetta staðfesti spænska félagið í nýrri tilkynningu jen Gavi er 18 ára gamall og er einn efnilegasti leikmaður Evrópu.
Samningur Gavi átti að renna út næsta sumar og gerðu Börsuingar allt til að halda honum til lengri tíma.
Gavi er með kaupákvæði í nýja samningnum og geta félög tryggt sér hans þjónustu fyrir einn milljarð evra.
Það eru engar líkur á að önnur lið borgi þá upphæð fyrir Gavi sem er samningsbundinn til ársins 2026.