Gareth Southgate, landsliðasþjálfari Englands, útilokar það ekki að Marcus Rashfurd verði með landsliðinu á HM í Katar.
Rashford var ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni en hann hefur verið í töluverðri lægð undanfarna mánuði.
Rashford spilar með Manchester United á Englandi en hefur ekki náð að sýna sitt besta form í dágóðan tíma.
Southgate gæti þó enn valið Rashford fyrir HM í Katar en segir að hann verði að sanna sig með félagsliði fyrst.
,,Það eru bara átta vikur í að við munum velja hópinn fyrir Katar svo hver einasta mínúta telur,“ sagði Southgate.
,,Rashford er leikmaður sem við þekkjum mjög vel og ef hann getur sýnt sitt besta á næstu vikum þá auðvitað kemur hann til greina.“