Reynsluboltinn Joaquin varð í gær elsti markaskorari Evrópudeildarinnar frá upphafi.
Joaquin spilar með Real Betis en hann skoraði annað mark liðsins í leik gegn Ludogorets í gær.
Spánverjinn hefur komið víða við á ferlinum en hann er 41 árs gamall og varð sá markahæsti frá upphafi.
Joaquin tekur fram úr manni að nafni Daniel Hestad sem skoraði fyrir Molde árið 2015 og var þá fertugur að aldri.
Í þriðja sætinu er Jorge Molina sem skoraði 38 ára gamall fyrir Getafe.
Joaquin er einnig sá elsti frá upphafi til að leggja upp mark í Evrópudeildinni en hann tryggði sér það met í febrúar.