Salernitana 1 – 2 Lecce
0-1 Assan Ceesay
1-1 Joan Gonzalez(sjálfsmark)
1-2 Gabriel Strefezza
Þórir Jóhann Helgason fékk ekki að koma við sögu hjá Lecce í kvöld sem lék við Salernitana.
Þórir hefur fengið mínútur í Serie A á tímabilinu en var ónotaður varamaður í góðum 2-1 sigri í kvöld.
Lecce komst yfir með marki frá Assan Ceesay en sjálfsmark frá Joan Gonzalez jafnaði svo metin fyrir heimamenn.
Gabriel Strefezza tryggði Lecce svo sigurinn undir lok og skoraði er sjö mínútur voru eftir.