Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana frægu á hilluna eftir mjög farsælan feril sem knattspyrnumaður.
Foster hefur gert góða hluti fyrir utan fótboltavöllinn og hefur unnið sér inn nafnið ‘hjólandi markvörðurinn.’
Ástæðan er sú að Foster er með YouTube rás sem ber sama nafn og er þar duglegur að birta myndbönd.
Foster greindi frá því að hanskarnir væru komnir á hilluna en hann er í dag 39 ára gamall.
Foster lék átta landsleiki fyrir England á sínum ferli en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá bæði West Brom sem og Watford.
Hann lék síðast með Watford í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá 26 deildarleiki.