fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Heimir valdi fyrirliðann í fyrsta hópinn – Hefur kvartað mikið yfir ástandinu í landsliðinu

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. september 2022 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka en það gerðist á blaðamannafundi í kvöld.

Heimir hefur verið án starfs í einhvern tíma en vann hér heima í sumar og hjálpaði ÍBV í Bestu deild karla.

Hann þjálfaði síðast lið Al-Arabi í Katar frá 2018 til 2021 en er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn með íslenska landsliðinu.

Heimir starfaði fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu frá 2011 til 2013 og tók við aðalliðinu í kjölfarið til fimm ára.

Jamaíka er með marga skemmtilega leikmenn í sínum röðum og má nefna þá Leon Bailey og Michail Antonio sem leika í ensku úrvalsdeildinni.

Athygli vekur að Heimir er strax búinn að velja fyrirliða Jamaíka, Andre Blake, í sinn fyrsta landsliðshóp.

Blake var ekki valinn í síðasta hóp Jamaíka en hann komst í fréttirnar fyri harða gagnrýni í garð knattspyrnusambands Jamaíka.

Blake kvartaði á meðal annars yfir slöku skipulagi og lélegri umgjörð í kringum liðið en markmaðurinn virðist þó ætla að gefa verkefninu tækifæri undir stjórn Heimis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið

Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford þarf að taka á sig verulega launalækkun í sumar

Rashford þarf að taka á sig verulega launalækkun í sumar
433Sport
Í gær

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Í gær

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Í gær

Haaland með hækju á Spáni

Haaland með hækju á Spáni
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 9. og 10. sæti: Mosfellingar halda sér en vonbrigði fyrir norðan

Spá fyrir Bestu deildina – 9. og 10. sæti: Mosfellingar halda sér en vonbrigði fyrir norðan