Heimir Hallgrímsson hefur verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka en það gerðist á blaðamannafundi í kvöld.
Heimir hefur verið án starfs í einhvern tíma en vann hér heima í sumar og hjálpaði ÍBV í Bestu deild karla.
Hann þjálfaði síðast lið Al-Arabi í Katar frá 2018 til 2021 en er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn með íslenska landsliðinu.
Heimir starfaði fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu frá 2011 til 2013 og tók við aðalliðinu í kjölfarið til fimm ára.
Jamaíka er með marga skemmtilega leikmenn í sínum röðum og má nefna þá Leon Bailey og Michail Antonio sem leika í ensku úrvalsdeildinni.
Heimir skrifar undir fjögurra ára samning við knattspyrnusamband Jamaíka.
The Jamaica Football Federation unveils Icelander Heimir Hallgrimsson as new Head Coach pic.twitter.com/4DTB5VrhSU
— Andre Lowe (@AndreLoweJA) September 16, 2022