Sadio Mane virðist ekki hluti af liðsheild Bayern Munchen og lítur út fyrir að vera óánægður. Þetta segir Didi Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur.
Mane gekk í raðir Bayern í sumar eftir sex ár hjá Liverpool. Hann vann allt sem hann gat unnið í Bítlaborginni.
Senegalinn fór vel af stað hjá Bayern en hefur átt erfitt í undanförnum leikjum.
„Hann er ekki hluti af liðinu. Ég sá hann hjá Liverpool þar sem hann spilaði fyrir miðju. Það er ekki hans staða. Nú er hann að spila þar hjá Bayern,“ segir Hamann.
„Hann er bestur þegar hann er utarlega. Hann lítur ekki út fyrir að vera ánægður.“
Hamann vill jafnframt meina að Mane eigi að vera settur á bekkinn í næstu leikjum vegna frammistöðunnar undanfarið.