Nottingham Forest og Fulham áttust við í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er nýliðaslagur fór fram.
Það vantaði ekki upp á mörkin í þessum leik en Fulham hafði betur með þremur mörkum gegn tveimur á útivelli.
Það voru heimamenn í Forest sem komust yfir en Fulham svaraði svo með því að skora þrjú í röð áður en Forest lagaði stöðuna undir lok leiks.
Steven Gerrard vann gríðarlega mikilvægan leik sem stjóri Aston Villa en hans menn spiluðu við Southampton.
Gengi Villa hefur ekki verið gott í byrjun tímabils en Jacob Ramsey tryggði liðinu mikilvæg þrjú stig í kv0ld.
Nottingham Forest 2 – 3 Fulham
1-0 Taiwo Awoniyi(’11 )
1-1 Tosin Adarabioyo(’54 )
1-2 Joao Palhinha(’57 )
1-3 Harrison Reed(’60 )
2-3 Lewis O’Brien(’77 )
Aston Villa 1 – 0 Southampton
1-0 Jacob Ramsey(’41 )