Barcelona hefur ráðið Jordi Cruyff sem yfirmann knattspyrnumála.
Cruyff er fyrrum leikmaður Barcelona og fleiri liða, en hann er sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff.
Samkvæmt Fabrizio Romano tók Cruyff til starfa 1. júlí og átti stóran þátt í félagaskiptum Börsunga í sumar.
Þetta er hins vegar ekki staðfest fyrr en nú.
Cruyff hefur þjálfað í Kína og Ísrael. Þá var hann einnig landsliðsþjálfari Ekvador um stutt skeið.
Official. Barcelona confirm that Jordi Cruyff has signed contract as new Barça’s sporting director of football.
🔵🔴 #FCBCruyff has already been serving in the role since July 1 and been key for many Barça deals during the summer. pic.twitter.com/R9jPEA1X2R
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 16, 2022