Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu segist ekkert vita um stöðu mála hjá Gylfa Þór Sigurðssyni, fyrrum landsliðsmanni Íslands, sem var handtekinn í fyrra, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi.
Gylfi var fyrir einhverjum vikum síða orðaður við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Galatasaray þrátt fyrir að hafa ekkert spilað með íslenska landsliðinu eða Everton þáverandi félagsliði sínu.
Arnar var á blaðamannafundi í dag spurður að því hvort hann vissi einhvað hver staða mála væri varðandi Gylfa Þór. Lögreglan verst alla fregna af málinu og lítið er vitað hver framvindan verður.
,,Ekki neitt,“ var svar Arnars Þórs á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.