Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, er undir mikilli pressu í sínu starfi eftir skelfilega byrjun á tímabilinu.
Ítalskir miðlar tala um ‘skelfilega’ byrjun Juventus sem tapaði 2-1 gegn Benfica á heimavelli í Meistaradeildinni í gær.
Það tap kom verulega á óvart en spilamennska Juventus í Serie A hefur heldur ekki verið sannfærandi.
Juventus hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum á Ítalíu og var baulað á liðið eftir lokaflautið í gær.
Allegri er nú mögulega að missa starfið í Túrin en hann tók við liðinu í fyrra eftir að hafa þjálfað þar áður frá 2014 til 2019.