Kalvin Phillips fær ekkert að spila með liði Manchester City þessa dagana eftir að hafa komið frá Leeds í sumar.
Margir voru vonsviknir er Phillips ákvað að semja við Man City og óttuðust að hann myndi fá takmarkað að spila í Manchester.
Gabriel Agbonlahor var einn af þeim en þessi fyrrum enski landsliðsmaður fylgist vel með gangi mála.
Hann segir leiðinlegt hversu lítið Phillips fær að spila hjá sínu nýja félagi og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að lána hann til baka.
Phillips hefur hingað til fengið að spila eina mínútu fyrir Englandsmeistarana í deildinni eftir að hafa verið einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Leeds.
Phillips er enn aðeins 26 ára gamall og á nóg eftir og væru það gríðarleg vonbrigði ef hann fær ekkert að spila á nýjum vinnustað.
Phillips býr yfir töluverðri reynslu en hann lék yfir 200 deildarleiki fyrir Leeds og á einnig að baki 23 landsleiki fyrir England.
Shame to see kalvin Phillips getting 1 minute of playing time. Can’t they loan him back to Leeds for the season?
— Ga11agbon (@ga11agbon) September 14, 2022