Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, bætti met Cristiano Ronaldo í gær í Meistaradeild Evrópu.
Messi skoraði er PSG vann Maccabi Haifa 3-1 á útivelli en sigurinn var nokkuð sannfærandi eftir að þeir frönsku höfðu lent undir.
Messi hefur nú skorað gegn 39 mismunandi liðum í Meistaradeildinni en hann var áður jafn Ronaldo og hafði skorað gegn 38 liðum.
Ronaldo á engan möguleika á að jafna eða bæta þetta met þar sem hann mun ekki spila í deild þeirra bestu í vetur með Manchester United.
Portúgalinn er væntanlega örlítið súr að heyra af þessu en hann reyndi mikið til að komast burt frá Man Utd í sumar og semja við lið í Meistaradeildinni.
Messi gerði flest af þessum mörkum með Barcelona á Spáni en hann samdi við PSG fyrir tímabilið í fyrra.
Lionel Messi passes Cristiano Ronaldo for most opponents scored against in the Champions League — 39 different teams.
🐐 things. pic.twitter.com/iD5BmnosfX
— ESPN FC (@ESPNFC) September 14, 2022