Búist er við því að Ivan Toney, framherji Brentford í ensku úrvalsdeildinni, verði í landsliðshópi Englendinga, sem tilkynntur verður síðar í dag.
England mun mæta Ítölum og Þjóðverjum í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum.
Þar með er það líklega úr sögunni að Toney velji að leika fyrir jamaíska landsliðið, líkt og margir Englendingar sem eiga ættir að rekja þangað gera.
Toney er fæddur í Englandi en með fjölskyldutengsl við Jamaíku.
Heimir Hallgrímsson er að taka við landsliði Jamaíka á morgun. Hann fær hins vegar ekki að nota Toney miðað við nýjustu fregnir.
Toney hefur skorað fimm mörk í sex úrvalsdeildarleikjum það sem af er tímabili. Á síðustu leiktíð skoraði hann tólf mörk.