Einhverjir miðlar á Ítalíu segja nú frá því að Liverpool íhugi að losa sig við miðjumanninn Arthur strax í janúar.
Brasilíumaðurinn, sem er 26 ára gamall, gekk í raðir Liverpool á láni rétt fyrir lok félagaskiptagluggans á dögunum. Hann kom frá Juventus.
Arthur átti að einhverju leyti að leysa vandræði liðsins á miðjunni.
Hann mætti hins vegar lítillega meiddur. Hann er kominn til baka en hefur aðeins spilað um stundarfjórðung. Var það í 4-1 tapi gegn Napoli í síðustu viku.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki sagður heillaður af því sem hann hefur séð af Arthur og er því til í að losa sig við hann.
Félagið íhugar því að losa sig við hann, rifta lánssamningnum strax í janúar.