Heimir Hallgrímsson mun taka með sér þrjá þjálfara til Jamaíka sem störfuðu með honum á sínum tíma hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu samkvæmt IreFM þar í landi. Fótbolti.net vekur athygli á þessu.
Mennirnir sem um ræðir eru þeir Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Kolviðsson og Sebastian Boxleitner.
Helgi var aðstoðarmaður Heimis hjá landsliðinu og má búast við því að hann verði það hjá Jamaíka. Guðmundur er markmannsþjálfari og Sebastian styrktarþjálfari.
Það er búist við því að Heimir taki við sem þjálfari landsliðs Jamaíka á morgun.
Þetta verður fyrsta þjálfarastarf Heimis frá því að hann yfirgaf katarska liðið Al-Arabi. Hann hefur hins vegar undanfarna mánuði sinnt starfi ráðgjafa Hermanns Hreiðarssonar hjá karlaliði ÍBV í Bestu deildinni.