Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, hefur verið magnaður frá því hann skaust fram á sjónarsviðið með RB Salzburg tímabilið 2019-2020.
Hann fór þaðan til Borussia Dortmund, áður en hann var keyptur til City í sumar.
Haaland hefur skorað þrettán mörk í fyrstu níu leikjum sínum með ensku meisturunum og verið frábær.
Í gær skoraði hann sigurmark City gegn Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Þetta var 26. Meistaradeildarmark Haaland í aðeins 21 leik. Athygli vekur að hann er aðeins fimm mörkum frá því að jafna markafjölda Manchester United-goðsagnarinnar Wayne Rooney í Meistaradeildinni.
Rooney skoraði 30 mörk í 85 leikjum í Meistaradeildinni á leikmannaferli sínum.
Haaland er aðeins 22 ára gamall og því nokkuð ljóst að hann mun bæta markafjölda Rooney fljótlega.