Það var greint frá því á dögunum að samningur Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain myndi renna út sumarið 2024 en ekki 2025, líkt og áður hafði verið sagt frá.
Flestir bjuggust við því að hinn 23 ára gamli Mbappe færi frá PSG í sumar, en í vor gerði hann nýjan samning eftir að hafa verið boðin laun sem hann gat ekki hafnað. Þá fékk hann einnig völd innan félagsins.
Það er ákvæði í samningi Mbappe um að framlengja hann til ársins 2025. Það er þó aðeins leikmaðurinn sjálfur sem getur virkjað það.
Nú segir Marca frá því að Chelsea, Manchester United og Liverpool fylgist með stöðu mála hjá Mbappe.
Talið er að Mbappe taki næst ákvörðun um framtíð sína í janúar 2024, þegar hálft ár er eftir af samningi hans í París.