Manchester United fékk sín fyrstu stig í Evrópudeildinni í kvöld er liðið mætti Sheiriff Tiraspol frá Moldavíu.
Cristiano Ronaldo komst á blað í fyrsta sinn á tímabilinu en hann gerði annað mark Man Utd í kvöld úr vítaspyrnu.
Enska liðið hafði betur að lokum 2-0 en Jadon Sancho skoraði fyrra mark liðsins í sigrinum.
Sancho skoraði eftir laglega sendingu frá Christian Eriksen en hann kláraði færi sitt virkilega vel innan teigs.
Fagn Sancho í kvöld vakti töluverða athygli en hann tileinkaði ungum stuðningsmanni Man Utd markið.
Þessi stuðningsmaður hafði gefið Sancho sérstakar legghlífar en það er ESPN sem vekur athygli á þessu eins og má sjá hér.
Jadon Sancho dedicated his goal to a young fan who gave him personalised shin pads ❤️ pic.twitter.com/yNIKMFaaej
— ESPN FC (@ESPNFC) September 15, 2022