Manchester United fékk sín fyrstu stig í Evrópudeildinni í kvöld er liðið mætti Sheiriff Tiraspol frá Moldavíu.
Cristiano Ronaldo komst á blað í fyrsta sinn á tímabilinu en hann gerði annað mark Man Utd í kvöld úr vítaspyrnu.
Enska liðið hafði betur að lokum 2-0 en Jadon Sancho skoraði fyrra mark liðsins í sigrinum.
Í sama riðli vann Real Sociedad lið Omonia 2-1 og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Önnur úrslit sem vekja heldur betur athygli eru úrslit úr leik Midtjylland og Lazio frá Ítalíu.
Elías Rafn Ólafsson sat á bekknum hjá Midtjylland sem vann geggjaðan 5-1 heimasigur.
Sheriff 0 – 2 Manchester Utd
0-1 Jadon Sancho(’17)
0-2 Cristiano Ronaldo(’39 , víti)
Real Sociedad 2 – 1 Omonia
1-0 Ander Guevara(’30)
1-1 Bruno(’72)
2-1 Alexander Sorloth(’80)
Midtjylland 5 – 1 Lazio
1-0 Paulinho(’26)
2-0 Sory Kaba(’30)
3-0 Evander(’52 , víti)
3-1 Sergej Milinkovic-Savic(’57)
4-1 Gustav Isaksen(’67)
5-1 Erik Sviatchenko(’72 )