Dönsku liðin FCK og Silkeborg eru í eldlínunni í Evrópukeppnum í þessari viku. Félögin taka vel á móti stuðningsmönnum andstæðinga sinna.
FCK tók á móti Sevilla í gær. Stuðningsmenn spænska liðsins fengu afhentan bjór í stúkuna á meðan leik stóð.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og kom Hákon Arnar Haraldsson inn á sem varamaður. Orri Steinn Óskarsson var þá ónotaður varamaður.
Salud @SevillaFC 🍻
Thanks for traveling to Copenhagen ⚪️🔵#fcklive #ucl #copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/HUhtWxMkGm
— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022
Silkeborg tekur á móti West Ham í Sambandsdeildinni í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson er á mála hjá danska félaginu.
Þegar stuðningsmenn West Ham sóttu miða sína á leikinn í dag fengu þeir afhentan bjór. Skemmtilega gert hjá Dönunum.
Unbelievable from @SilkeborgIF who have provided the @WestHam fans with a free beer whilst collecting our tickets for the match tonight
Denmark, probably the best country in the world pic.twitter.com/pOfbaIYKxq
— Aaron Hinton (@aaronhinton) September 15, 2022