fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433Sport

Danir í gjafastuði – Andstæðingarnir fá bjór

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsku liðin FCK og Silkeborg eru í eldlínunni í Evrópukeppnum í þessari viku. Félögin taka vel á móti stuðningsmönnum andstæðinga sinna.

FCK tók á móti Sevilla í gær. Stuðningsmenn spænska liðsins fengu afhentan bjór í stúkuna á meðan leik stóð.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og kom Hákon Arnar Haraldsson inn á sem varamaður. Orri Steinn Óskarsson var þá ónotaður varamaður.

Silkeborg tekur á móti West Ham í Sambandsdeildinni í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson er á mála hjá danska félaginu.

Þegar stuðningsmenn West Ham sóttu miða sína á leikinn í dag fengu þeir afhentan bjór. Skemmtilega gert hjá Dönunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“