Oakley Cannonier er ekki nafn sem allir þekkja. Hann er leikmaður U-19 ára liðs Liverpool, sem vann 4-0 sigur á Ajax í Evrópukeppni unglingaliða í vikunni.
Cannonier skoraði þrennu í leiknum og vakti mikla athygli. Sóknarmaðurinn ungi þykir mikið efni.
Nú hefur það komið í ljóst að Cannonier var boltastrákur á leik Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2019.
Það var hann sem var fljótur að bregðast við og sendi boltann á Trent Alexander-Arnold, sem tók hornspyrnuna frægu sem Divock Origi skoraði frægt sigurmark Liverpool eftir.
Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 en Liverpool vann þann síðari 4-0.
Hér að neðan má sjá þriðja mark Cannonier í leiknum gegn Ajax.
OAKLEY CANNONIER HATTRICK!!!pic.twitter.com/4hrjP9Zg5m
— Football Report 🕊☮️🌍🌎🌏 #BerhalterOut (@FootballReprt) September 13, 2022