Það voru margir undrandi í gær er Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, fékk gult spjald í leik gegn Maccabi Haifa.
Þessi lið áttust við í Meistaradeildinni en PSG hafði betur með þremur mörkum gegn einu eftir að hafa lent undir.
Neymar fékk að líta gult spjald á 89. mínútu, mínútu eftir að hafa skorað þriðja mark gestanna.
Neymar fékk gula spjaldið fyrir að bjóða upp á fagn sem hann hefur framkvæmt mörgum sinnum áður og sloppið við refsingu.
Brasilíumaðurinn var sjálfur undrandi yfir ákvörðun dómarans og reyndi að fá svör sem hann að lokum fékk ekki.
Enginn virðist skilja af hverju Brasilíumaðurinn fékk gult spjald en mynd af fagni hans má sjá hér fyrir neðan.
📸 – Neymar does his usual celebration which he does every week, but the referee decides to punish him for it with a yellow card. pic.twitter.com/DIDjdbNrnT
— 𝐀𝐅𝐂 𝐀𝐉𝐀𝐗 💎 (@TheEuropeanLad) September 14, 2022