Heimir Hallgrímsson mun að öllum líkindum taka við sem landsliðsþjálfari Jamaíka fyrir helgi.
Þessi fyrrum landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands hefur verið án starfs í rúmt ár eða frá því að samningur hans við katarska félagið Al Arabi rann sitt skeið á síðasta ári.
Rudolph Speid, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusambands Jamaíka, segir að sambandið sé búið að ráða nýjan þjálfar. Hann vildi þó ekki nafngreina Heimi.
„Það er búið að ráða þjálfara og við munum tilkynna hann innan skamms, þótt að ég geti ekki sagt mikið. Það sem ég get sagt er að hann er byrjaður í starfi,“ sagði Speid.
Ef allt gengur eftir verður fyrsti leikur Jamaíka undir stjórn Heimis gegn Argentínu aðfaranótt 28. september.