Fyrrum knattspyrnumaðurinn og heimsmeistarinn Bixente Lizarazu birti fyrr í dag myndir af sér þar sem hann fór á brimbretti á Íslandi.
Lizarazu er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern Munchen, en hann var þar frá 1997 til 2004 og aftur frá 2005 til 2006. Hann varð Þýskalandsmeistari sex sinnum.
Varnarmaðurinn, sem er í dag 52 ára, varð þá heimsmeistari með landsliði Frakka árið 1998. Hann lék alls 97 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar.
„Stórkostleg brimbrettaferð í landi hrauns og íss,“ skrifaði Lizarazu við færslu sem hann birti á Instagram.
Hér að neðan má sjá færslu Lizarazu í heild sinni og myndirnar sem hann birti hér á landi.