Í frönskum fjölmiðlum í dag er fjallað um að Manchester United íhugi að skipta David De Gea, markverði sínum, út næsta sumar.
Samningur hins 31 árs gamla De Gea rennur út næsta sumar. Hann er á himinnháum launum á Old Trafford og ólíklegt að framlengt verði við hann.
Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, er einnig að renna út á samningi. Talið er að United ætli að reyna að fá hann á frjálsri sölu til að leysa De Gea af.
United er tilbúið að tvöfalda laun hins 29 ára gamla Oblak. Myndu laun hans þá hækka í 18 milljónir evra á ári.
Franska stórveldið Paris Saint-Germain fylgist þó einngi með gangi mála hjá Oblak. Gæti Parísarliðið reynst verðugur andstæðingur United í kapphlaupinu um Oblak.