Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, hefur skotið föstum skotum á Todd Boehly eftir ummæli Bandaríkjamannsins í gær.
Boehly er eigandi Chelsea og stakk hann upp á að Englendingar tækju upp nokkra siði úr bandarískum íþróttum. Til að mynda vill hann sjá stjörnuleik, líkt og þekkist í NBA-körfuknattleiksdeildinni.
„Því fyrr sem við fáum eftirlitið inn því betra. Bandarísk fjárfesting í enskum fótbolta er klár hætta við leikinn,“ skrifar Neville meðal annars á Twitter.
Kemur færslan án efa vegna ummæla Boehly í gær.
Neville lét ekki staðar numið þarna.
„Þeir ná þessu bara ekki og hugsa öðruvísi. Svo stoppa þeir ekki fyrr en þeir fá það sem þeir vilja!“