Thomas Muller, leikmaður Bayern Munchen, hefur spilað gegn mörgum af bestu leikmönnum heims undanfarin ár.
Muller hefur lengi verið einn allra besti leikmaður Bayern og er einnig lykilmaður í þýska landsliðinu.
Hann var í gær beðinn um að velja á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en það er umræða sem margir kannast við.
Lengi hefur verið talað um hvor sé betri leikmaður Messi eða Ronaldo en þeir eru í dag komnir á seinni ár ferilsins.
Messi spilar með Paris Saint-Germain í Þýskalandi og er Ronaldo á mála hjá Manchester United.
,,Ég vel Ronaldo, gegn Messi þá er ég með góða tölfræði en gegn Ronaldo þá er hún ansi slæm,“ sagði Muller.
Muller er því á máli að Ronaldo sé heilt yfir betri leikmaðurinn en þeir tveir voru þekktastir fyrir dvöl sína hjá Real Madrid og Barcelona.