Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur aldrei mætt á leik í Meistaradeildinni en mun stýra liðinu í kvöld gegn Salzburg.
Chelsea tekur á móti Salzburg klukkan 19:00 og er það fyrsti leikur Potter sem stjóri Chelsea en hann tók við á dögunum.
Potter hafði gert mjög góða hluti með Brighton og náði einnig góðum árangri með Östersunds frá Svíþjóð.
Hann hefur aldrei mætt á leik í Meistaradeildinni áður og ekki einu sinni þegar hann vann sem njósnari.
,,Ég hef alltaf bara verið stuðningsmaður þegar kemur að Meistaradeildinni. Ég átti mína reynslu með Östersunds í Evrópudeildinni,“ sagði Potter.
,,Þetta er magnað kvöld fyrir okkur og mjög spennandi, við erum mjög spenntir. Að sama skapi þá erum við að undirbúa liðið og okkur sjálfa fyrir leikinn.“
,,Ég held að ég hafi aldrei komið á leikl í Meistaradeildinni.“