Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, var ekki lengi að yfirgefa völlinn í gær eftir tap liðsins gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.
Bild greinir frá þessu en Lewandowski var að heimsækja sitt fyrrum heimili í gær í leik sem endaði með 2-0 tapi.
Bayern hafði betur 2-0 í þessum leik en Lewandowski var ekki frábær í fremstu víglínu sem og aðrir leikmenn spænska liðisins.
,,Þetta var ekki auðvelt,“ var það eina sem Pólverjinn hafði að segja við blaðamenn eftir leik og var hann augljóslega pirraður.
Þessi 34 ára gamli framherji hefur byrjað mjög vel á Spáni og hefur skorað sjö mörk í níu leikjum hingað til.
Hann vildi klárlega eiga betri endurkomu í Þýskalandi og yfirgaf völlinn sem fyrst að sögn Bild sem segir sína sögu.