Klappað verður til heiðurs Elísabetar Bretlandsdrottningar á 70. mínútu í öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildeinni. Enska úrvalsdeildin hefur staðfest þetta.
Drottningin lést á fimmtudag. Öllum leikjum síðustu helgar var frestað af virðingu við hana.
Sjö leikir fara fram um næstu helgi og verður minning drottningarinnar heiðruð í þeim öllum með klappi á 70. mínútu. Elísabet var drottning í 70 ár.
Þremur leikjum hefur verið frestað um helgina. Það eru leikir Chelsea og Liverpool, Manchester United gegn Leeds United sem og leikur Brighton og Crystal Palace.