James Rodriguez er á leið til Grikklands, þar sem hann mun skrifa undir lánssamning við stórlið Olympiacos þar í landi. Það er Fabrizio Romano sem segir frá.
Hinn 31 árs gamli Rodriguez er á mála hjá Al-Rayyan í Katar sem stendur. Samningur hans þar rennur ekki út fyrr en í lok júní 2024.
Ferill Rodriguez hefur legið niður á við undanfarin ár. Hann var á sínum tíma einn mest spennandi leikmaður heims.
2020 gekk hann í raðir Everton frá Real Madrid. Ári síðar var hann farinn til Katar.
Rodriguez flýgur til Grikklands í dag til að ganga undir læknisskoðun. Hann hefur þegar gert munnlegt samkomulag við Olympiacos.
James Rodriguez to Olympiacos, deal set to be completed! Been told that the Colombian star will fly to Greece today — medical scheduled, there’s verbal agreement in place on loan deal. 🚨⚪️🔴🇨🇴 #transfers
If all goes as planned, James will sign later today.
Here we go soon. pic.twitter.com/tBlz4cPWuV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 14, 2022