Mason Greenwood er skráður í U-21 árs leikmannahóp Manchester United á þessari leiktíð.
Leikmaðurinn ungi hefur ekki silað með United síðan í janúar á þessu ári vegna ásakanna á hendur hans.
Greenwood er grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.
Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér snemma á þessu ári.
Lögregla rannsakar mál hans.
Twitter-notandi sem fjallar um málefni United vakti athygli á því að Greenwood væri skráður í U-21 árs leikmannahóp félagsins fyrir tímabilið.