Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur tjáð sig eftir að félagið ákvað að reka Thomas Tuchel úr starfi mjög óvænt í síðustu viku.
Tuchel var rekinn eftir 1-0 tap Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni en enginn bjóst í raun við að það myndi gerast.
Boehly segir að Chelsea hafi viljað finna stjóra sem stjórn liðsins gat unnið betur með og ákvað þess vegna að ráða Graham Potter til starfa sem var áður hjá Brighton.
,,Tuchel er mjög hæfileikaríkur og er einhver sem náði frábærum árangri með Chelsea en við vildum finna stjóra sem gat unnið með okkur,“ sagði Boehly.
,,Okkar markmið er að koma liðinu saman, aðalliðin, akademían og allt þetta þarf að vera vel drilluð vél. Við vorum ekki viss hvort Thomas væri á sömu vegalengd og við þegar kom að framtíðinni.“
,,Þetta snerist ekki um Zagreb heldur um knattspyrnufélagið Chelsea.“