Lögreglan í Frakklandi rannsakar nú grafalvarlegt mál tengt knattspyrnustjörnunni heimsfrægu, Paul Pogba.
Pogba er franskur landsliðsmaður og leikur með Juventus en áður Manchester United á Englandi.
Talið er að glæpagengi í Frakklandi hafi reynt að kúga fé út úr Pogba og heimtuðu frá honum 13 milljónir evra.
Það á Pogba að hafa tjáð lögreglu í Frakklandi og tekur hann einnig fram að hann hafi verið læstur inni af mönnunum sem voru grímuklæddir.
Mathias Pogba, bróðir Paul, er talinn vera hluti af málinu og á að hafa reynt að kúga fé úr bróður sínum.
Í kvöld er greint frá því að Mathias sé nú í gæsluvarðhaldi lögreglu og er verið að yfirheyra hann vegna málsins.
Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu og birti á meðal annars færslur á samskiptamiðla þar sem hann tjáir sig um málið.